Crystal Palace tók á móti Aston Villa í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn unnu sigur í fjörugum leik.
John McGinn kom gestunum yfir á 17. mínútu. Christian Benteke jafnaði fyrir Palace stundarfjórðungi síðar. Anwar El-Ghazi svaraði þó um hæl með marki hinum megin. Staðan í hálfleik var 1-2.
Heimamönnum tókst að snúa leiknum sér í vil á síðasta stundarfjórðungnum. Wilfried Zaha jafnaði á 76. mínútu og Tyrick Mitchell gerði svo sigurmarkið á 84. mínútu. Lokatölur 3-2.
Úrslitin höfðu lítil áhrif á stöðutöfluna í deildinni þar sem bæði lið sigla lignan sjó. Aston Villa er í ellefta sæti með 49 stig. Palace er í því þrettánda með 44 stig.