Aaron Ramsey, leikmaður Juventus, hefur áhuga á því að snúa aftur til Arsenal að sögn blaðamannsins Fabrizio Romano.
Þessi velski leikmaður kom til Juventus, frá Arsenal, sumarið 2019 en hefur ekki náð að sína sitt besta. Romano segir að hann verði klárlega til sölu í sumar.
,,Aaron Ramsey myndi elska það að fara aftur til Arsenal. Hann verður til sölu í sumar, 100%. Hann verður á lausu. Ef Arsenal vill reyna að fá hann þá vita þeir að þeir eiga möguleika.“ Romano bætti þó við að engar viðræður hefðu farið af stað.
Ramsey er 30 ára gamall og ekki alveg sami leikmaður og sá sem fór frá Arsenal á sínum tíma. Að fá leikmanninn aftur yrði ákveðin áhætta fyrir enska liðið. Það hefur brennt sig síðustu ár á því að gefa leikmönnum á seinni stigum ferilsins of langa og stóra samninga.