Massimiliano Allegri er einn þeirra sem er á óskalista Real Madrid. Það er útlit fyrir að Zinedine Zidane, stjóri liðsins, sé á förum. Samkvæmt Fabrizio Romano, þeim afar áreiðanlega blaðamanni, hefði Allegri áhuga á starfinu.
Romano segir jafnframt að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi boðið Allegri starfið fyrir þremur árum. Þá hafnaði Allegri hins vegar til þess að vera áfram hjá Juventus, þar sem hann var stjóri á þeim tíma.
Nú er Allegri hins vegar laus og er talinn áhugasamur. Samkvæmt Romano eru þrjú nöfn á lista Real. Ásamt Allegri er Real-goðsögnin Raúl á listanum og einn í viðbót sem er ekki nefndur á nafn enn sem komið er.
Real Madrid president Perez called Allegri three years ago. Allegri turned the offer down because he had an agreement with Juventus to stay.
Now Allegri is available, there’ve been direct contacts and he’d accept Real Madrid job.
There are three names in the list – Raúl too.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 15, 2021