Íslenskir leikmenn voru í eldlínunni í Bandaríkjunum, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í dag.
Willum Þór Willumsson kom inn á þegar rúmar 20 mínútur voru eftir og skoraði sigurmarkið fyrir BATE stundarfjórðungi síðar í 3-2 sigri á Rukh Brest í efstu deild Hvíta-Rússlands. BATE er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig eftir níu leiki.
Guðmundur Þórarinsson kom inn á sem varamaður fyrir New York City á 78. mínútu í 1-1 jafntefli gegn Toronto í MLS-deildinni. NYC er efst í Austurdeildinni, með 8 stig eftir fimm leiki.
Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Cluj og spilaði 65 mínútur í 1-3 sigri gegn Craiova í meistara-hluta rúmensku deildarinnar. Liðið er efst í deildinni með 48 stig.
Theódór Elmar Bjarnason kom inn á sem varamaður í lokin í 0-1 sigri gegn Smyrnis í fall-hluta grísku deildarinnar. Lamia er með 35 stig, 7 stigum fyrir ofan fallsvæðið.