Leicester varð enskur bikarmeistari í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Chelsea. Það leit út fyrir að Chelsea væri að jafna í blálokin en þá steig VAR inn í.
Youri Tielemans skoraði sigurmark Leicester í dag með glæsilegu skoti af löngu færi um miðjan seinni hálfleik. Chelsea þjarmaði að Leicester eftir markið en tókst ekki að skora.
Þeir komu boltanum þó í netið á 90. mínútu. Dómarar komust hins vegar að þeirri niðurstöðu eftir að hafa notast við VAR, myndbandsdómsgæsluna, að Ben Chilwell hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins. Markið fékk því ekki að standa. Vonbrigði leikmanna og stuðningsmanna Chelsea leyndu sér ekki en gríðarlegur fögnuður hafði átt sér stað áður en markið var dæmt af.
VAR hefur oft verið í umræðunni á þessu tímabili, þá sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni, fyrir það að dæma mörk af vegna rangstöðu þar sem erfitt er að sjá að leikmenn séu fyrir innan. Það hefur meira að segja oft verið enn tæpara en atvikið í dag. Engu að síður þá var um millimetraspursmál að ræða þegar Chilwell var fyrir innan í dag.
Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.
The tightest of offside calls deny Chelsea a late equaliser.
This game escalated QUICKLY 😳#EmiratesFACupFinal pic.twitter.com/IkcgN9c4io
— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 15, 2021