fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Fagurfræðin í fyrirrúmi í Fossvogi? – Leiknir og Fylkir leita að fyrsta sigrinum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 09:00

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi Max-deild karla heldur áfram að rúlla í kvöld þegar 4. umferðin fer af stað með tveimur leikjum.  Víkingur Reykjavík tekur á móti Breiðabliki og Leiknir fær Fylki í heimsókn. Eftir fremur dapra fyrstu umferð hafa áhorfendur fengið að sjá nóg af mörkum í síðustu tveimur umferðum. Við skulum vona að það haldi áfram.

Í Víkinni leiða Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson lið sín saman. Báðir þjálfarar eru þekktir fyrir það að vilja spila skemmtilegan og sóknarsinnaðan fótbolta þar sem fagurfræðin er í fyrirrúmi.

Víkingur hefur þó hingað til unnið hark-sigur gegn Keflvíkingum í leik sem fór 1-0 og gert jafntefli í rokleik uppi á Skaga í leik þar sem aðstæður buðu svosem ekki upp á mjög fallegan fótbolta. Víkingur vann Stjörnuna svo 2-3 í Garðabæ í síðustu umferð. Arnar hefur talað um það að meiri áhersla hafi verið lögð á varnarleikinn undanfarið en var uppi á teningnum í fyrra. Það mjög áhugavert að sjá hvernig Víkingar nálgast þennan leik.

Breiðablik kom nokkuð illa út úr fyrstu tveimur umferðunum. Þeir töpuðu sannfærandi gegn KR, 0-2, í fyrstu umferð og gerðu svo 3-3 jafntefli við nýliða Leiknis. Þeir sýndu þó virkilega góðan kafla í seinni hálfleik gegn Keflavík þar sem þeir unnu 4-0. Það voru þó hlutir sem hægt var að gera betur í þeim leik. Blikar áttu til að mynda erfitt með að stjórna leiknum í fyrri hálfleik. Þá eru leikmenn sem enn eiga eftir að sýna sitt rétta andlit. Til dæmis Árni Vilhjálmsson sem ógnaði lítið í síðasta leik.

Leiknir Reykjavík og Fylkir mætast í Breiðholti. Bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina og munu því leggja allt í sölurnar til að ná sínum fyrsta sigri í kvöld.

Leiknir kom virkilega vel inn í mótið og gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna á útivelli í leik þar sem þeir hefðu vel getað stolið sigrinum. Þeir komust svo 3-1 yfir gegn Breiðabliki í leiknum á eftir en misstu þann leik niður í 3-3. Í síðasta leik lentu þeir á vegg gegn KA og töpuðu 3-0, sannfærandi. Fylkir er án efa eitt af þeim liðum sem Leiknir setur sér það markmið að sigra, sérstaklega á heimavelli.

Fylkismenn hafa litið nokkuð vel út í byrjun tímabils en þá vantar stig á töfluna. Þeir misstu mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik í fyrsta leik gegn FH svo það er erfitt að dæma þá út frá þeim leik. Í leiknum á eftir komust þeir 0-2 yfir gegn HK í Kórnum en misstu þann leik niður í jafntefli. Í síðasta leik gerðu þeir 1-1 jafntefli gegn KR. Þar klikkuðu þeir á vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks sem og algjöru dauðafæri í lok leiks. Það voru þó klárlega ljósir punktar í þeim leik. Dagur Dan Þórhallsson og Unnar Steinn Ingvarsson voru flottir á miðjunni og Ásgeir Eyþórsson eins og klettur í vörninni. Þeir geta þó klárlega nagað sig í handabökin yfir því að vera ekki með aðeins fleiri stig eftir fyrstu leikina. Eins og Leiknir, þá fer Fylkir klárlega inn í þennan leik með aðeins eitt í huga. Sigur.

Báðir leikirnir fara fram klukkan 19:15 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Var í rosalegu stuði eftir sigur í gær – Vindill og dansspor inni í klefa

Var í rosalegu stuði eftir sigur í gær – Vindill og dansspor inni í klefa
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo óskar eftir því að félag sitt horfi til United í leit að liðsstyrk

Ronaldo óskar eftir því að félag sitt horfi til United í leit að liðsstyrk
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gleður stuðningsmenn með ummælum sínum

Gleður stuðningsmenn með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United og Tottenham áhugasöm en annað félag leiðir kapphlaupið

Manchester United og Tottenham áhugasöm en annað félag leiðir kapphlaupið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Van Dijk sagður hafa sett sig í samband við Real Madrid

Van Dijk sagður hafa sett sig í samband við Real Madrid
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Áfall fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

De Bruyne: „Þetta hafa verið óþægilegir mánuðir“

De Bruyne: „Þetta hafa verið óþægilegir mánuðir“
433Sport
Í gær

Virtur blaðamaður segir að út af þessu verði Rashford áfram hjá Manchester United

Virtur blaðamaður segir að út af þessu verði Rashford áfram hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Eiður Smári gáttaður – „Það er ótrú­legt“

Eiður Smári gáttaður – „Það er ótrú­legt“
433Sport
Í gær

Arnar fær ekki starfið

Arnar fær ekki starfið