Tammy Abraham, leikmaður Chelsea, var skilinn eftir utan hóps fyrir úrslitaleik enska bikarsins gegn Leicester í dag. Leah Monroe, kærasta hans, fór á Instagram og lét óánægju sína í ljós. Hún hefur nú eytt færslunni.
Chelsea tapaði leiknum í dag 1-0. Það var Youri Tielemans sem gerði sigurmark Leicester á 63. mínútu.
Framtíð Abraham er í mikilli óvissu. Hann spilaði reglulega undir stjórn Frank Lampard en eftir komu Thomas Tuchel til félagsins hefur hann varla verið valinn í liðið. Leikmaðurinn hefur til að mynda verið orðaður við West Ham. Það að hann hafi verið skilinn eftir utan hóps í dag ýtir einungis undir þær sögusagnir um að hann sé á förum frá Chelsea.
Monroe var virkilega ósátt með það að hennar maður hafi verið utan hóps í dag og skrifaði á Instagram: ,,Hvernig dettur þér það í hug að skilja þinn helsta markaskorara eftir utan hóps fyrir úrslitaleik!?!“
,,Þetta er sama manneskja og skoraði mörkin sem komu ykkur í úrslitaleikinn. Þetta stenst ekki. Hann er ekki einu sinni á bekknum. Þetta hlýtur að vera brandari.“
Monroe hefur þó séð að sér eða fengið einhverjar ábendingar þar sem hún hefur nú eytt færslunni.
Skjáskot af færslunni má sjá hér fyrir neðan.