Það voru Íslendingar á ferðinni með sínum liðum í dönsku og sænsku B-deildunum í dag.
Í dönsku B-deildinni spilaði Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn með Silkeborg í 4-1 sigri á Köge. Þá sat Andri Rúnar Bjarnason allan tímann á varamannabekk Esbjerg sem steinlá, 0-4, gegn Viborg á heimavelli.
Bæði Silkeborg og Viborg hafa tryggt sér þau tvö sæti sem tryggja þátttöku í dönsku úrvalsdeildinni að ári.
Í sænsku B-deildinni skoraði Bjarni Mark Antonsson mark Brage í 1-2 tapi gegn Norrby. Anton byrjaði leikinn og spilaði 60 mínútur. Í sömu deild lék Böðvar Böðvarsson allan leikinn fyrir Helsingborg í 0-1 tapi gegn Osters.
Helsingborg er í sjötta sæti deildarinnar, með 9 stig eftir sex umferðir.