fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Steinunn Ólína fordæmir RÚV fyrir meiðandi pistil um Hallgrím

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 16:11

Frá vinstri: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Eiríkur Guðmundsson og Hallgrímur Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fjölmiðlakona, segir að RÚV ætti að biðja rithöfundinn Hallgrím Helgason afsökunar fyrir orð sem féllu í þættinum Víðsjá á Rás 1. Eiríkur Guðmundsson, þáttarstjórnandi þáttarins, las þá upp pistil Guðbergs Bergssonar þar sem rithöfundurinn beindi spjótum sínum að frásögn Hallgríms um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir.

Sjá einnig: Hallgrímur varð fyrir kynferðisofbeldi og sakar Eirík um að hafa smánað sig – „Þarna upplifði ég það sem margir brotaþolar lenda í“

Steinunn deilir umfjöllun DV um málið en hana má lesa í heild sinni hér fyrir ofan.

„Mér finnst Ríkisútvarpið skulda Hallgrími opinbera afsökunarbeiðni fyrir framgöngu Eiríks. Og reyndar ekki bara Hallgrími heldur öllum þeim ótalmörgu manneskjum sem hefur verið nauðgað. Ég trúi að flestum sem hafa lesið eða heyrt pistilinn sé ljóst að hann var rætinn, særandi og meiðandi og endurflutningur hans í menningarþætti í útvarpi allra landsmanna fullkomin óhæfa. Gerum okkur í hugarlund ef kona hefði verið skotspónn í pistli Guðbergs. Hefði séntilmaðurinn Eiríkur Guðmundsson þá lesið þennan pistil upp? Mér finnst það harla ólíklegt,“ skrifar Steinunn.

Hún vill að Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, skýri afstöðu sína í málinu og komi með skýr svör við því hvernig þessi orð eru skilgreind sem menningarefni innan veggja RÚV.

„Telst pistill Guðbergs til menningarefnis vegna þess að hann rennur úr penna Guðbergs? Þurfum við þá ekki líka að halda myndlistarsýningar á matarleifum Guðbergs? Standa vörð um þau menningarverðmæti? Heldur Eiríkur Guðmundsson kannski að sannleikskorn sé í pistli Guðbergs. Trúir Eiríkur því að Hallgrímur Helgason ljúgi til um þetta áfall og hafi skrifað um það í bók og sagt alþjóð frá til þess að selja fleiri bækur sem er það sem pistill Guðbergs gaf í skyn? Hefði Eiríkur átt að gangast við því og segja beint út að sú væri raunin. Gangast við því að hann sjálfur er vandamálið og grafast fyrir um orsakir þess? Gangast við því að Eiríkur trúir á Guðberg Bergsson?“ skrifar Steinunn og spyr hvort Eiríkur hafi verið að misnota aðstöðu sína sem útvarpsmaður til að klekkja á andstæðingi sínum.

Steinunn vill heyra fræðilega nálgun bókmenntafræðinganna Eiríks og Þrastar á viðfagnsefninu sem valið var til flutnings.

„Er pistill Guðbergs menningarefni vegna þess að skítkast er þjóðaríþrótt? Eða er Ríkisútvarpið einfaldlega fulltrúi gamaldags mannfjandsamlegs viðhorfs þar sem það þykir tilhlýðilegt að gera grín af fólki sem er svívirt. Það hlýtur að tilheyra almennri skynsemi að RÚV samþykki ekki að um nauðganir sé fjallað af miskunnarleysi og/eða í hálfkæringi undir menningarlegri fjöður, eða hvað þetta átti nú yfirleitt að þýða,“ skrifar Steinunn að lokum og leggur til að siðanefnd RÚV beini sjónum sínum að Eiríki og Þresti og gefi Helga Seljan frið til að vinna vinnuna sína.

Færslu Steinunnar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári