Southampton vann Fulham á heimavelli í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Che Adams kom Southampton yfir á 27. mínútu eftir undirbúning James Ward-Prowse og var það eina mark fyrri hálfleiks.
Nathan Tella tvöfaldaði forystu dýrlinganna eftir klukkutíma leik þegar hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf Kyle Walker-Peters.
Fabio Carvalho minnkaði muninn fyrir Fulham þegar stundarfjórðungur lifði leiks en stuttu síðar hafði Theo innsiglað sigur heimamanna.
Southampton er í þrettánda sæti með 43 stig. Fulham er þegar fallið, með 27 stig í átjánda sæti. Tvær umferðir eru eftir af deildinni.