fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Þetta er leikmennirnir sem eru á blaði hjá Pep

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 12:00

Harry Kane. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane, Erling Haaland, Lautaro Martinez og Andre Silva gætu allir komið til Manchester City í sumar til að fylla í skarð Sergio Aguero. Breska blaðið The Times greinir frá.

Aguero mun yfirgefa City í sumar eftir frábær tíu ár hjá félaginu. Hann hefur meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina fimm sinnum á tíma sínum í Manchester.

Pep Guardiola, stjóri City ætlar að ná í framherja úr efstu hillu í sumar til að fylla skarð hans.

Framtíð Kane, sem hefur skorað 21 mark í ensku úrvalsdeildinni með Tottenham á tímabilinu, er í mikilli óvissu. Hann hefur oft verið orðaður frá félaginu undanfarin ár en aldrei hefur hann virst vera nær því en nú. Hann þráir að vinna stóra titla. Það er eitthvað sem Man City ætti að geta boðið honum.

Haaland hefur verið magnaður á tímabilinu og skorað 39 mörk í öllum keppnum fyrir Dortmund. Hann mun líklega fá mörg tilboð í sumar.

Ásamt þessum tveimur risabitum þá er einnig talið að Martinez, hjá Inter og Silva, hjá Frankfurt, séu á blaði hjá Guardiola.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Buðu tæpa tíu milljarða í leikmann Villa

Buðu tæpa tíu milljarða í leikmann Villa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah og stjarna Real Madrid á óskalistanum

Salah og stjarna Real Madrid á óskalistanum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úsbekinn mættur til meistaranna

Úsbekinn mættur til meistaranna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sölvi nýr þjálfari Víkings

Sölvi nýr þjálfari Víkings
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld
433Sport
Í gær

United komið í viðræður um danskan landsliðsmann

United komið í viðræður um danskan landsliðsmann
Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld