Tvö Covid-19 smit greindust innanlands í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Enginn greindist smitaður á landamærunum.
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnardeildar, segir allt líta vel út miðað við smit gærdagsins.
Uppfærðar tölur á Covid.is koma næst á mánudaginn en hægt er að sjá stöðuna miðað við gærdaginn hér fyrir neðan.