Manchester United mun bjóða Real Madrid 40 milljónir punda fyrir franska miðvörðinn Raphael Varane í sumar. Mirror greinir frá þessu.
Ole Gunnar Solskjær vill fá mann til að spila við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar til þess að fá meiri stöðugleika. Varane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í spænsku höfuðborginni.
Þessi 28 ára gamli miðvörður hefur notið mikillar velgengni á ferli sínum. Hann hefur til að mynda unnið La Liga þrisvar og Meistaradeildina fjórum sinnum. Þá var hann einnig í heimsmeistaraliði Frakka í Rússlandi árið 2018.
Varane hefur oft verið orðaður við Man Utd á síðustu árum. Nú er hins vegar talið að leikmaðurinn sé að leita að nýrri áskorun. Því gæti hann mætt á Old Trafford í sumar.