Síminn birti í dag dramatískt myndband sem tekur saman tímabil Englandsmeistara Manchester City.
Það varð ljóst fyrr í vikunni að Englandsmeistarabikarinn væri á leið aftur á Etihad-völlinn eftir að nágrannar City í Manchester United töpuðu gegn Leicester. Rauðu djöflarnir eru í öðru sæti deildarinnar en geta nú ekki lengur náð City. Þetta er þriðji Englandsmeistaratitill þeirra ljósbláu á síðustu þremur tímabilum. Liverpool vann deildina í fyrra.
Yfirstandandi tímabil hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. Fyrir áramót var til að mynda ekki útlit fyrir að City myndi vinna sannfærandi sigur í deildinni. Þeir tóku þó heldur betur við sér og hafa verið óstöðvandi síðustu misseri.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem sýnir sögu Man City á tímabilinu, hæðirnar og lægðirnar.
Manchester City er langbesta lið Englands á ný.
Svona varð liðið Englandsmeistari 2021. pic.twitter.com/MVTPfsThha
— Síminn (@siminn) May 14, 2021