fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Kaotísk veröld umdeildu YouTube-stjörnunnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 16. maí 2021 21:00

Samsett mynd/YouTube skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikocado Avocado er YouTube-stjarna með yfir fjórar milljónir áskrifenda á nokkrum YouTube-rásum. Hann er þekktur fyrir að birta kaotísk myndbönd þar sem hann borðar mjög mikið magn af mat. Oftast nær er eitthvað annað líka í gangi; eitthvað drama, einhver grátur, jafnvel harkalegt rifrildi.

Undanfarið ár hafa áhyggjur áhorfenda vaxið mikið valdi, bæði af andlegri og líkamlegri heilsu Nikocado. Titlarnir á myndböndunum eiga það til að vera mjög öfgakenndir, oft svokölluð smellubeita. Hann er einnig þekktur fyrir að eiga í erjum við aðrar YouTube-stjörnur.

Nikocado sá að því klikkaðri myndböndin hans eru, því meiri áhorf virðist hann fá. Það hefur valdið því að hann á fjölda gagnrýnenda sem hafa reynt að fá YouTube til að banna hann á miðlinum, sem hefur hingað til ekki gengið.

Hver er Nikocado?

Nikocado heitir réttu nafni Nicholas Perry. Hann fæddist 19. maí 1992 í Úkraníu en var ættleiddur stuttu seinna til Bandaríkjanna og ólst í Harrisburg í Pennsylvania.

Áður en hann hóf ferill sinn á samfélagsmiðlum var hann fiðluleikari. Hann dreymdi um að spila í hljómsveitargryfju fyrir Broadway sýningar. En það er ekki auðvelt að „meika það“ sem tónlistarmaður í New York, samkeppnin er mikil.

Nikocado og Orlin kynntust í Facebook-hópi fyrir vegan karlmenn.

Á þessum tíma kynntist Nikocado eiginmanni sínum, Orlin Home.

Þeir kynntust fyrst í Facebook-hópi fyrir vegan karlmenn. Þeir voru báðir vegan á þessum tíma og höfðu mikla ástríðu fyrir vegan lífsstílnum.

Nikocado Avocado fékk nafn sitt frá ást sinni á avókadó.

Vegan áhrifavaldur

Áður en hann var þekktur fyrir að borða mikið magn af skyndibitamat var hann svokallaður vegan áhrifavaldur.

Hann stofnaði fyrst YouTube-rás árið 2014 og snerist rásin alfarið um vegan lífsstílinn, mataræðið og virðinguna sem hann bar fyrir dýrunum.

Nafnið Nikocado Avocado kom frá ást hans á avókadó. En Nikocado og YouTube-rás hans tóku snarpa U-beygju árið 2016 þegar hann tilkynnti að hann langaði ekki lengur að vera vegan YouTube-stjarna, eða vegan yfir höfuð.

Nikocado Avocado í byrjun ferils hans.

Mukbang

Mukbang-myndbönd eru mjög vinsæl á YouTube. Þessi myndbandastíll kom fyrst frá Suður-Kóreu árið 2010 og snýst í stuttu máli um að fólk er að borða og spjalla fyrir framan myndavélina. Margir þeirra sem gera Mukbang-myndbönd borða óhóflega mikið magn af mat í einu og er Nikocado Avocado einn af þeim. Hann var einnig einn af fyrstu karlmönnunum til að fylgja þessum myndbandastíl.

Nikocado borðar mikið magn í einu.

Drama

Nikocado Avocado er með fjórar YouTube-rásir og yfir fjórar milljónir áskrifenda samtals. Myndbönd hans fá allt að hundrað þúsund áhorfa í senn og allt að margar milljónir í áhorf.

Að horfa á Nikocado borða mat er ekki ástæðan fyrir vinsældum myndbanda hans, heldur óumflýjanlega melódramað sem á sér stað í myndböndunum.

Drama með öðrum YouTube-stjörnum

Nikcocado Avocado hefur átt í þó nokkrum opinberum erjum við aðrar YouTube-stjörnur. Stærsti skandallinn hans til þessa var þegar Stephanie Soo, önnur Mukbang-stjarna á miðlinum, sakaði hann um ógnandi hegðun í desember árið 2019.

Nikocado (fyrir miðju) og Stephanie Soo (til hægri) gerðu myndband saman, en Stephanie lýsti yfir óþægindum sínum að vinna með honum.

Hún birti myndbandið „Why I Am Scared of Nikocado Avocado“ og því sagði hún frá því að henni leið eins og hún væri ekki örugg í kringum hann og sakaði hann einnig um að hafa sent sér ógnandi skilaboð ásamt því að hafa tekið myndir inni á heimili hennar.

Nikocado birti myndband til að svara Stephanie, hún birti þá annað myndband og svona gekk þetta koll af kolli í smá tíma. Það var þó áberandi hversu mikill fjöldi fólks var með Stephanie í liði.

Nikocado og Orlin árið 2017.
Nikocado og Orlin árið 2020.

Áhyggjur yfir versnandi hegðun

Netverjar byrjuðu eftir þetta að hafa enn meiri áhyggjur af andlegri heilsu Nikocado. Í janúar 2020 birti hann myndbandið „We Broke Up“ og hágrét á köflum. Hann kenndi neikvæðu athugasemdunum og YouTube-dramanu um endalok sambands hans við Orlin. „Öll ummæli ykkar undanfarinn mánuð hafa náð til hans og hann er að efast um okkur sem par. Þetta er allt út af YouTube,“ sagði hann.

Stuttu seinna birti hann myndbandið „Orlin left me, I hate myself, Goodbye youtube & life“, en þetta var eitt af sjö myndböndum sem hann birti þá vikuna. Hann hágrét hann á meðan hann talaði um sambandsslitin og löngun sína til að hætta á YouTube. Á meðan hann grét og talaði um þessa alvarlegu hluti innbyrti hann nokkrar Taco Bell máltíðir.

„Þetta er ekki einu sinni fyndið eða skemmtilegt lengur. Þetta er óhugnanlegt og skrýtið,“ sagði einn netverji við myndbandinu.

Kominn á ról

Nikocado var þó engan veginn hættur og tilkynnti að hann væri kominn með nýjan óvin á netinu, samfélagsmiðlastjörnuna David Dobrik. Hann sakaði hann um að hafa stolið „DNA-inu mínu og framtíðinni minni.“

Hann gerði einnig allt brjálað þegar hann gleymdi nafni Kobe Bryant, á meðan hann var að tala um nýlegt andlát körfuboltakappans.

Eftir þetta myndband sóttust netverjar eftir því að YouTube-síðu hans var lokað. Það var meira að segja sett af stað undirskriftasöfnun þess efnis.

Nikocado þegar hann sagðist vera Jesús.

OnlyFans

Snemma árs 2020 stofnaði Nikocado OnlyFans síðu þar sem hann selur erótískt myndefni.

Jesús

Í myndbandi í apríl 2020 kallaði Nikocado sig Jesús, reif pappír og hágrét.

Á þessum tímapunkti voru netverjar ekki vissir hvort að þetta væri eitt langt og gott „sprell“ (e. troll) hjá Nikocado eða hvort að hann væri að glíma við alvarleg andleg veikindi.

Sambandið

Nikocado og eiginmaður hans Orlin tóku saman aftur og hættu saman, byrjuðu svo aftur saman og virtist samband þeirra vera á mjög hálum ís. Á meðan var því öllu varpað í beinni til áhorfenda á YouTube sem fylgdust áhyggjufullir með gangi mála. Þeir rifust fyrir framan myndavélina og stundum svo harkalega að fólk var byrjað að hafa miklar áhyggjur þar sem sambandið var augljóslega ekki heilbrigt.

Meðal myndbanda sem Nikocado deildi í fyrra voru: „Breaking Up with Orlin (on camera)“, „Catching Orlin with Another Man“ og „Our Final Video Together“.

Í þessum myndböndum tala þeir niður til hvors annars, kalla hvor annan illum nöfnum og slá stundum hvorn annan.

Titill þessa myndbands var: „Screaming at Orlin and being mean to him.“

Áhyggjur yfir líkamlegri heilsu

Líkamlegt útlit Nikocado hefur breyst töluvert í gegnum árin eftir að hann hætti að vera vegan og byrjaði að borða skyndibitamat í miklu magni á YouTube.

Aðdáendur hans höfðu miklar áhyggjur af heilsu hans eftir að hann birti myndband af sér versla í Wallmart í rafhjólastól.

Í nóvember 2020 birti hann myndband og sagðist ætla að hætta á YouTube til að einbeita sér að heilsu sinni og sambandi sínu og Orlin. Hann sagðist vera orðinn um 150 kíló og það væri „ekki lengur fyndið.“

Hann stóð ekki við orð sín og hefur haldið áfram að birta myndbönd.

Í mars birti Nikocado myndband og sagði að hann og Orlin væru hættir aftur saman. Í myndbandi sem birtist í gær þakkaði hann áhorfendum fyrir tækifærið að fá að starfa við „draumavinnuna“ sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu