fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kaliforníubúum fækkaði í fyrsta sinn í sögunni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. maí 2021 14:00

Kaliforníubúar slaka á í hitanum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúum Kaliforníu, sem er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, fækkaði á síðasta ári og er það í fyrsta sinn sem þeim fækkar síðan skráningar hófust. Ástæðurnar fyrir fólksfækkuninni eru heimsfaraldur kórónuveirunnar, fækkun innflytjenda og lægri fæðingartíðni.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneyti ríkisins.  Frá janúar 2020 til janúar 2021 fækkaði íbúum ríkisins um rúmlega 182.000. heildarfjöldi íbúa ríkisins var því komin niður í tæplega 39,5 milljónir. Þetta svarar til 0,46% fækkunar á milli ára. CNN skýrir frá þessu.

Rúmlega helmingur fækkunarinnar, eða um 100.000 manns, er tilkomin vegna hertra innflytjendareglna að því er segir í skýrslunni. 51.000 létust af völdum COVID-19 og var dánartíðnin í ríkinu um 19% hærri en hún var að meðaltali þrjú ár á undan. 24.000 færri börn fæddust í ríkinu en fæðingartíðni hefur farið lækkandi í Bandaríkjunum á undanförnum árum og hefur fæðingum fækkað meira í Kaliforníu en öðrum ríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti