fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
433Sport

Sjáðu einkunnir úr leik Breiðabliks og Keflavíkur

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 22:42

Kristinn Steindórsson átti mjög flottan leik. Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann 4-0 sigur á nýliðum Keflavíkur á Kópavogsvelli í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir sem 433.is gefur leikmönnum eftir leik. Einkunnaskalinn er 1-10.

Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Hann skoraði svo annað og þriðja mark Blika í þeim seinni. Kristinn Steindórsson kórónaði svo stórsigur heimamanna.

Smelltu hér til þess að lesa umfjöllun um leikinn.

Það voru nokkrir mjög góðir hjá Blikum í kvöld. Þá sérstaklega í seinni hálfleik. Viktor Karl Einarsson var frábær, fiskaði til að mynda vítið og lagði annað mark Mikkelsen frábærlega upp. Kristinn Steindórsson var einnig mjög góður. Hann var mikið í boltanum og alltaf líklegur. Svo skoraði hann auðvitað fjórða markið. Það er þó ekki hægt annað en að veita manninum sem skoraði þrennu og lagði upp, Mikkelsen, titilinn ,,maður leiksins.“

Keflvíkingar stóðu mjög vel í Blikunum í fyrri hálfleik – og í raun allt þar til Mikkelsen skoraði annað markið. Bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson var sennilega manna sprækastur fram á við. Þá tók Sindri Kristinn Ólafsson nokkrar fínar vörslur í markinu. Frammistaða Joey Gibbs verður þó að teljast vonbrigði.

Breiðablik

Anton Ari Einarsson (6), Viktor Örn Margeirsson (7), Finnur Orri Margeirsson (7), Róbert Orri Þorkelsson (7), Alexander Helgi Sigurðarson (7), Viktor Karl Einarsson (8), Jason Daði Svanþórsson (6), Kristinn Steindórsson (8), Árni Vilhjálmsson (6), Höskuldur Gunnlaugsson (6), Thomas Mikkelsen (9, maður leiksins)

Varamenn: Gísli Eyjólfsson (7), Davíð Ingvarsson (6), Damir Muminovic (5), aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn.

Keflavík

Sindri Kristinn Ólafsson (6), Sindri Þór Guðmundsson (5), Ísak Óli Ólafsson (5), Nacho Heras (4), Rúnar Þór Sigurgeirsson (6), Davíð Snær Jóhannsson (6), Frans Elvarsson (5), Kian Williams (5), Ari Steinn Guðmundsson (5), Ástbjörn Þórðarson (5), Joey Gibbs (3)

Varamenn: Adam Árni Róbertsson (5), Ingimundur Aron Guðnason (5), aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sturluð staðreynd um PSG í Meistaradeildinni – Klikkaði bara þegar Messi mætti á svæðið

Sturluð staðreynd um PSG í Meistaradeildinni – Klikkaði bara þegar Messi mætti á svæðið
433Sport
Í gær

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn
433Sport
Í gær

United sagt vera með fjóra markverði á blaði fyrir sumarið

United sagt vera með fjóra markverði á blaði fyrir sumarið