Real Madrid vann öruggan útisigur á Granada í La Liga í kvöld. Sigurinn var nauðsynlegur í titilbaráttunni.
Luka Modric kom Real yfir eftir rúman stundarfjórðung. Rodrygo tvöfaldaði forystu þeirra rétt fyrir hálfleik.
Jorge Molina minnkaði muninn fyri Granada á 71. mínútu en Real kláraði leikinn stuttu síðar með mörkum frá Alvaro Odriozola og Karim Benzema með stuttu millibili.
Real Madrid er í öðru sæti deildarinnar með 78 stig. Þeir eru 2 stigum á eftir Atletico Madrid og 2 stigum á undan Barcelona. Öll liðin eiga eftir að leika tvo leiki.