fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: Jafnt í Grindavík – Stórsigur KR

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag og í kvöld. Grindavík og Haukar gerðu jafntefli. KR vann öruggan sigur á HK.

Christabel Oduro kom Grindavík yfir gegn Haukum um miðjan fyrri hálfleik. Þær leiddu með því marki í hálfleik. Þórey Björk Eyþórsdóttir jafnaði metin fyrir gestina þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Lokatölur urðu 1-1.

Haukar eru með 4 stig eftir tvær umferðir. Grindavík er með 2 stig.

KR gerði þá góða ferð í Kórinn fyrr í dag. Þær komust yfir snemma leiks er Gígja Valgerður Harðardóttir gerði sjálfsmark. Gestirnir úr Vesturbæ tvöfölduðu forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Kathleen Rebecca Pingel. Staðan í hálfleik var 0-2. Kathleen gerði út um leikinn með sínu öðru marki eftir klukkutíma leik. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir skoraði svo fjórða mark KR um tíu mínútum síðar áður en Lára Einarsdóttir klóraði í bakkann fyrir HK undir lok leiks. Lokatölur 1-4.

KR er með 3 stig eftir tvær umferðir. HK er með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“