fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Markaflóð í lokin í Hafnarfirði – FH enn og aftur manni fleiri

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 21:37

Mynd/FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH tók á móti ÍA í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Heimamenn unnu að lokum stóran sigur gegn tíu leikmönnum gestanna.

Skagamenn komust yfir með marki frá Gísla Laxdal Unnarssyni. Það gerði hann eftir fyrirgjöf frá Elias Tamburini.

Eftir tæpan hálftíma leik urðu gestirnir svo manni færri. Þá fékk Hákon Ingi Jónsson heimskulegt rautt spjald. Hann braut þá á Gunnari Nielsen, markverði FH, á gulu spjaldi.

FH jafnaði strax í kjölfarið þegar Óttar Bjarni Guðmundsson gerði sjálfsmark. Staða í hálfleik var 1-1.

Gestunum tókst að halda FH í skefjum allt þar til á 82. mínútu. Þá skoraði Matthías Vilhjálmsson. Í kjölfarið var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn.

Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði þriðja mark heimamanna á 88. mínútu og kláraði leikinn endanlega. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic bættu svo við mörkum í uppbótartíma. Lokatölur 5-1.

FH er með 7 stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í deildinni. ÍA er aðeins með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“