Aston Villa og Everton gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni á Villa Park í leik sem er nýlokið.
Tyrone Mings fékk besta færi heimamanna í fyrri hálfleik þegar hann skallaði framhjá marki Everton úr góðu færi. Þá þurfti Emiliano Martinez að hafa sig allan við til þess að verja skalla Dominic Calvert-Lewin undir lok leiks. Stuttu síðar bjargaði Mings svo Villa þegar hann náði að koma boltanum í burtu frá marki rétt áður en hann barst til Calvert-Lewin sem var í góðri stöðu til að skoða.
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton í leiknum og spilaði tæpar 70 mínútur.
Everton er í áttuda sæti með 56 stig, 2 stigum frá West Ham sem er í því fimmta. Aston Villa siglir lygnan sjó, eru með 49 stig í ellefta sæti.