Ari Freyr Skúlason var borinn af velli meiddur í 1-1 jafntefli gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Nú eru báðir vinstri bakverðir A-landsliðsins meiddir fyrir komandi landsliðsverkefni.
Ari meiddist þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Þá lenti hann í slæmu samstuði við leikmann andstæðingsins. Ekki er vitað hversu slæm meiðslin eru að svo stöddu.
Fyrir er Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, meiddur. Hann sleit hásin fyrir rúmum mánuði og verður frá í þó nokkurn tíma. Báðir leikmenn hafa síðustu ár leikið í stöðu vinstri bakvarðar hjá íslenska landsliðinu.
Íslenska landsliðið mætir Mexíkó (30. maí), Færeyjum (4. júní) og Póllandi (8. júní) í vináttulandsleikjum á næstunni.
Skúlason ut på bår efter en otäck kollision med Sabetkar pic.twitter.com/N0KEVw23cY
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 13, 2021