Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni, var virkilega ósáttur með dómara leiksins eftir markalaust jafntefli við Kalmar í gær.
Kolbeinn vildi fá víti þegar hann fór niður inni í vítateig eftir viðskipti við varnarmann Kalmar.
,,Hann fer í mig, snertir á mér fótinn og ég gat ekki náð til boltans. Þetta var klárt víti,“ sagði Kolbeinn í viðtali eftir leik.
Hann kvartaði einnig yfir spilamennsku andstæðingsins í heild sinni og sagði að dómari leiksins þyrfti að bæta sig.
Það komu upp atvik í fyrri hálfleik þar sem þeir voru ekki að spila fótbolta. Þeir halda að ég geti hrist allt af mér en dómarinn þarf aðeins að bæta leik sinn.“
Gautaborg er með 7 stig eftir fyrstu sex umferðirnar í sænsku úrvalsdeildinni. Kolbeinn kom til liðsins frá AIK fyrir tímabil.
Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Kolbein. Þar er umrætt atvik, þar sem hann vildi fá víti, einnig sýnt.
Kolbeinn Sigþórsson: "Klar straff, domaren måste höja nivån lite"
Kalmar FF – IFK Göteborg just nu på discovery+ pic.twitter.com/Am4PuCruK1
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 12, 2021