fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Biðst afsökunar á atvikinu í gær – ,,Ég er ekki svona leikmaður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 16:30

Sigurður Höskuldsson. Mynd: Leiknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Octavio Paez, leikmaður Leiknis, hefur beðist afsökunar á grófri tæklingu sinni á Kára Gautasyni, leikmanni KA, í leik liðanna í gær. Paez fékk verðskuldað rautt spjald fyrir brotið.

Leikurinn sem um ræðir fór 3-0 fyrir KA. Brot Paez átti sér stað seint í leiknum, á vallarhelmingi KA þegar lítið var um að vera. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik að hann vonaðist til að leikmaðurinn fengi meiri refsingu en eins leiks bann.

Paez hefur þó greinilega séð að sér. Hann harmaði atvikið í dag í afsökunarbeiðni sem hann birti á Twitter.

,,Mig langar til þess að biðjast afsökunar á því sem gerðist í gær. Löngun mín til þess að spila var yfirþyrmandi. Það var aldrei ætlun mín að meiða andstæðinginn minn en þrátt fyrir það þá þykir mér þetta mjög leitt. Ég er ekki svona leikmaður og mig langar einnig að biðja liðið og stuðningsmenn afsökunar,“ skrifaði Paez.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“