fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Læknir gagnrýnir Morgunblaðið fyrir að birta hræðsluáróður gegn bólusetningum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birtist meðfylgjandi auglýsing í Morgunblaðinu þar sem varað er við aukaverkunum bólusetninga með bóluefnum gegn COVID-19 og brýnt fyrir fólki sem þær fær að tilkynna aukavverkanir til Lyfjastofnunar. Í auglýsingunni eru taldar upp ýmsar sláandi, meintar aukaverkanir, til dæmis blinda og lömun.

Undirskrift auglýsingarinnar er: „Við erum öll almannavarnir“ sem ljær henni yfirbragð tilkynningar frá opinberum aðila, en í raum er um að ræða auglýsingu frá áhugafólki.

Jón Magnús Jóhannesson læknir gagnrýnir harðlega auglýsinguna og birtingu hennar. Segir hann í Facebook-pistli að hér sé um hræðsluáróður að ræða og að verið sé að villa um fyrir lesendum. Hann segir ábyrgðarlaust af Morgunblaðinu að birta auglýsinguna:

„Þessi auglýsing var í Morgunblaðinu í morgun, og vekur upp ótalmargar spurningar.

Í fyrsta lagi er hér um hreinan hræðsluáróður að ræða. Mörg þeirra einkenna sem eru listuð upp eru ekki þekktir fylgikvillar bóluefna við COVID-19. Mörg eru algeng vandamál sem geta komið upp hvenær sem er, m.a. fyrir tilviljun eftir bólusetningu.

Nær allar aukaverkanir sem ekki krefjast frekari skoðunar heilbrigðisstarfsfólks koma fljótt fram eftir bólusetningu – innan nokkurra daga. Framsetningin hér er augljóslega til þess fallin að reyna að tengja sem flest vandamál við bólusetningarnar.

Hér er síðan vísvitandi verið að villa um fyrir lesendum. Þetta er ekki auglýsing frá Almannavörnum. Þetta er ekki auglýsing frá embætti Landlæknis eða Lyfjastofnun. Hins vegar eru notaðir frasar Almannavarna sennilega til að villa á sér heimildir.

Framsetningin er til að stuða og notar hugtök sem eru algjörlega úr takti við heilbrigðisvísindi. Hvergi kemur fram hver stendur að baki þessari auglýsingu.

Það er ábyrgðarlaust af Morgunblaðinu að birta þessa auglýsingu. Auðvitað er gott að vera vakandi fyrir aukaverkunum en þetta er svo sannarlega ekki rétta leiðin til að hvetja til þess.“

https://www.facebook.com/jon.johannesson.7/posts/10219460227759814

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni