Búið er að færa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Chelsea og Manchester City frá Tyrklandi yfir til Portúgals.
Sex þúsund stuðningsmenn frá hvoru liði frá leyfi til þess að mæta á leikinn sem fram fer 29 maí.
Leikurinn átti að fara fram í Istanbúl en þar er mikill fjöldi kórónuveiru smita, Bretar þurfa að fara í sóttkví við heimkomu frá Tyrklandi.
Portúgal er hins vegar flokkað sem grænt land og þurfa breskir ferðamenn ekki að fara í sóttkví eftir ferðalag til landsins.
Leikurinn fer fram á heimavelli Porto en þetta er annað árið í röð sem úrslitaleikurinn fer fram í Portúgal.