Frank Lampard fyrrum stjóri Chelsea er líklegastur til þess að taka við hjá Crystal Palace í sumar. Roy Hodgson er að verða samningslaus og hefur ekki fengið boð um nýjan samning.
Stjórn Palace hefur rætt málið síðustu vikur og ekki eru allir sammála því að skipta um mann í brúnni.
Lampard var rekinn frá Chelsea í janúar en honum gæti hugnast að taka við Palace sem er staðsett í Lundúnum.
Lampard er 42 ára gamall en hann stýrði Derby í eitt ár áður en hann tók við Chelsea en þar starfaði hann í 18 mánuði áður en hann var rekinn.
Samkvæmt frétt Telegraph er Lampard efstur á blaði Palace og gæti hann tekið við um leið og tímabilið klárast.