Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtakanna, er mættur aftur í Fylki. Þetta staðfesti Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.
Arnar, sem spilar sem hægri bakvörður, lék einnig í Árbænum í fyrra, á láni frá Breiðabliki.
Leikmaðurinn hefur verið meiddur í vetur og mun væntanlega þurfa tíma til þess að koma sér almennilega í gang. Hann mun þó án efa koma til með að færa ungu og efnilegu Fylkisliðinu dýrmæta reynslu.
Fylkir er með 2 stig eftir fyrstu þrjá leikina í Pepsi Max-deildinni.