Atletico Madrid lagði Real Sociedad, 2-1, í La Liga í kvöld. Þeir eru í góðri stöðu fyrir lokaleiki deildarinnar.
Yannick Carrasco kom Atletico yfir eftir rúman stundarfjórðung og Angel Correa bætt marki við um tíu mínútum síðar. Igor Zubeldia minnkaði muninn fyrir Sociedad undir lok leiks.
Atletico er á toppi deildarinnar með 80 stig. Þeir eru með 4 stiga forskot á Barcelona og 5 stiga forskot á Real Madrid. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða á þá. Atletico mætir Osasuna og Valladolid í lokaleikjum tímabilsins. Þeir verða því að teljast líklegir til að sigla titlinum í höfn.