Inter, AC Milan, Juventus og Atalanta unnu öll leiki sína í Meistardeildarbaráttunni í Serie A í kvöld.
Inter, sem er þegar orðið meistari, vann 3-1 sigur á Roma. Marcelo Brozovic, Matias Vecino og Romelu Lukaku gerðu mörk Inter. Henrikh Mkhitaryan skoraði mark Roma.
Milan gerði sér lítið fyrir og vann 0-7 útisigur á Torino. Ante Rebic skoraði þrennu og Theo Hernandez skoraði tvo. Hin mörkin gerðu Franck Kessie og Brahim Diaz.
Juventus vann 1-3 sigur á Sassuolo. Adrien Rabiot, Cristiano Ronaldo og Paulo Dybala skoruðu mörk Juve. Giacomo Raspadori skoraði fyrir Sassuolo.
Atalanta vann 2-0 sigur á Benevento með mörkum frá Luis Muriel og Mario Pasalic.
Meistaradeildarbaráttan er ótrúlega jöfn. Atalanta er með 75 stig í öðru sæti, sem og AC Milan. Napoli er svo með 73 stig í fjórða sætinu og Juventus með 72 stig í því fimmta. Öll lið eiga eftir að leika tvo leiki.