Ejub Purisevic hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Þorvalds Örygssonar hjá Stjörnunni. Félagið tilkynnti þetta fyrr í kvöld.
Sjálfur tók Þorvaldur við sem aðalþjálfari á dögunum eftir uppsögn Rúnars Páls Sigmundssonar.
Ejub þekkir vel til hjá félaginu en hann hefur unnið í yngri flokka starfinu þar.
,,Ejub þekkir félagið inn og út og verður mikill styrkur í því að hafa hann mér við hlið,“ sagði Þorvaldur eftir ráðninguna.
Þeir félagar verða því saman með liðið gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni á morgun.
,,Ég er mjög ánægður með traustið sem Þorvaldur og félagið er að sýna mér,“ sagði Ejub.