Sena hefur hætt við sýningu með grínistanum T.J. Miller sem var fyrirhuguð þann 7. maí 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísleifi Þórhallssyni framkvæmdastjóra.
„Það tilkynnist hér með að Sena mun ekki halda sýninguna með T.J. Miller sem fyrirhuguð var á næsta ári. Við unnum okkar heimavinnu ekki nógu vel og biðjumst afsökunar á því.“
T.J. Miller var sakaður um kynferðisofbeldi í fyrstu bylgju metoo hreyfingarinnar eftir á ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein voru gerðar opinberar. Hefur hegðun Millers og framkoma gegn komum ítrekað verið gagnrýnd í gegnum tíðina og þótti mörgum Íslendingum skjóta skökku við að boða uppistand hér á landi með grínistanum, sérstaklega í ljósi þess að nýlega hófst hér önnur bylgja metoo eftir að fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason var kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn konum.