„Atriði númer þúsund yfir slæma samninga í fótbolta Í Evrópu. Kjartan Finnbogason (Verður 35 ára í júlí) og verður 38 ára þegar nýr samningur hans er á enda,“ skrifar Jordan Gardner eigandi Helsingor í Danmörku, eigandi Dundalk í Írlandi og meðeigandi Swansea í næst efstu deild Englands um Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry gekk í dag í raðir KR frá Esbjerg í Danmörku, framherjinn knái snýr aftur heim og fékk þriggja ára samning hjá KR. Gardner sem vellauðugur telur að leikmaður sem er á þessum aldri eigi ekki skilið þriggja ára samning. Garner skilur ekki hvað KR gengur til að gera samning til þriggja ára.
Kjartan fékk samningi sínum rift eftir að ljóst varð að Esbjerg kemst ekki upp í úrvalsdeildinni, Ólafur Kristjánsson var rekinn sem þjálfari liðsins í fyrradag eftir að það varð ljóst.
Well Kjartan is a part of KR DNA and will bring interest in KR. That’s what’s been lacking at KR. I understand your point it sounds like a Jermain Defoe Bournmouth thing but Kjartan brings so much to KR. And he is the last villan of Icelandic football.People love him or hate him.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 12, 2021
Hjörvar Hafliðason, Dr. Football svarar Gardner á Twitter og segir. „Kjartan er hluti af DNA sem KR hefur og mun hann vekja áhuga á KR. Það hefur vantað í KR, ég skil hvað þú átt við. Þetta er pínu eins og Jermain Defoe til Bournemouth en Kjartan gefur KR svo mikið. Hann er síðasti vondi karlinn í íslenskum fótbolta. Fólk elskar hann eða hatar,“ skrifar Hjörvar.
Gardner svarar Hjörvari til baka og er áfram á sömu skoðun. „Ég skil það allt, samt sem áður fáránlegur samningur út frá aldri. Sama við hvaða aðstæður það er.“