Það bendir margt til þess að Cristiano Ronaldo muni yfirgefa herbúðir Juventus í sumar, nánast er talið öruggt að Ronaldo fari ef Juventus mistekst að komast í Meistaradeildina.
Forráðamenn Juventus hafa hug á því að losna við stóran launapakka Ronaldo en tveir áfangastaðir gætu heillað hann.
Því er haldið fram í enskum blöðum í dag að bæði Mancehster United og Real Madrid skoði að fá Ronaldo aftur, kappinn yfirgaf Manchester United árið 2009 og hefur reglulega verið orðaður við félagið.
Ronaldo átti sín bestu ár hjá Real Madrid en gekk í raðir Juventus fyrir þremur árum frá félaginu.
Mirror telur að fimm kostir séu í stöðunni fyrir Ronaldo í sumar og þeir eru.