Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í júní og hefur vakið athygli fyrir skoðanapistla í Morgunblaðinu.
Enginn hefur gagnrýnt Arnar Þór harðar en lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson en fáir vita að þeir Arnar Þór eru þremenningar. Sveinn Andri sonur Sveins Hauks Valdimarssonar hæstaréttarlögmanns. Móðir Sveins Hauks var Herdís Maja Brynjólfsdóttir, systir Aldísar Brynjólfsdóttur móður Ellerts B. Schram. Ellert átti Arnar Þór með Ásdísi Þórðardóttur en hann var ættleiddur af Jóni Guðmundssyni fasteignasala og er því Jónsson.
Ellert segir í endurminningum sínum, sem Björn Jón Bragason skráði, að Arnar Þór sverji sig í báðar ættir móðir og föður og milli þeirra sé gott samband. Þeir feðgar þykja líka ansi líkir í útliti.
Ellert hefur látið til sín taka víða í samfélaginu en sem kunnugt er sat hann til að mynda á þingi bæði fyrir Sjálfstæðisflokk og Samfylkinguna.