fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Allt á suðupunkti í borgarstjórn – Sakar Dóru um fúkyrðaflaum og mannfyrirlitningu – „Áhorfendur voru engu nær“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 12. maí 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt ætlaði um koll að keyra á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær þegar nýbirtur ársreikningur far til umræðu. Helst bar þó til tíðinda að Dóra Björt Guðjónsdóttir hjólaði af hörku í Sjálfstæðisflokkinn í ræðu sinni og sparaði þar ekki stóru orðin.

„Ég vil leggja áherslu á og undirstrika að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir styrkri fjármálastjórn, hvorki hér né annars staðar. Hans helsta áróðursmarkmið er að láta fólk trúa því að hann sé ofboðslega ábyrgur þegar kemur að fjármálum en hann er það ekki,“ sagði Dóra og sagði ennfremur: „Sjálfstæðisflokkurinn og hans stjórnun er ekki ábyrg, ekki heiðarleg og ekki góð”

Sagði Dóra jafnframt að það væri vitleysi að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir ábyrga efnahagsstjórn og sagði flokkinn standa fyrir sérhagsmunagæslu, spillingu og gæti ekki verið meira sama um velferð einstaklinga. „Þetta fyrirlít ég”

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi skrifar um uppákomuna á Facebook og segir Dóru Björt hafa tilkynnt henni árið 2018 að það væri stefna Pírata að tala illa um Sjálfstæðismenn.

„„Ég veit þú ert ekki óheiðarleg. Það er bara stefna okkar Pírata að tala svona um Sjálfstæðisflokkinn,”

Svohljóðandi var afsökunarbeiðni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, að lokinni útsendingu á viðtali við okkur tvær í Harmageddon árið 2018. Í viðtalinu fór hún mikinn um Sjálfstæðisflokkinn. Ekki yrði unnt að vinna með flokknum fyrr en hann hefði „tekið til hjá sér”. Aðspurð hvað fælist í tiltektinni gat hún litlar skýringar veitt.”

Hildur segir Dóru Björt hafa fullnýtt ræðutíma sinn á borgarstjórnarfundinum í gær í fúkyrðaflaum, frekar en að ræða eiginlega málefnið – ársreikning borgarinnar. Sakar hún Dóru Björt um þráhyggju gagnvart Sjálfstæðismönnum.

„Á fundi borgarstjórnar í gærdag var til umræðu ársreikningur Reykjavíkurborgar. Sá er enginn yndislestur fyrir okkur hægri menn sem viljum ráðdeild í opinberum rekstri. Oddviti Pírata hafði lítið til málanna að leggja en fullnýtti ræðutímann í fúkyrðaflaum um Sjálfstæðisflokkinn – sem er nær áhrifalaus flokkur í minnihluta borgarstjórnar – og mannfyrirlitningu í garð Sjálfstæðismanna, sem samanstanda af 18.000 einstaklingum í Reykjavík, ef marka má niðurstöður kosninga. Áheyrendur voru engu nær um stefnu og áherslur Pírata, ef frá er talin þráhyggja fyrir öðrum stjórnmálaflokki.“

Hildur bendir á að orðræðan í borgarstjórn hafi verið til umræðu síðustu vikur og mánuði og hafi sumir lent svo illa í mótlætinu að valdið hafi heilsubresti. Dóra Björt hafi sjálf borið sig „aumlega” og sagt það krefjandi að vera kona í stjórnmálum. Mælir Hildur með því að Dóra Björt líti frekar í eigin barm og sinn þátt í vandamálinu.

„Síðustu vikur og mánuði hefur farið fram umræða um orðræðuna í borgarstjórn. Einhverjir hafa mætt svo grimmu mótlæti að valdið hefur heilsubresti. Það er varla stjórnmálaumhverfið sem við viljum. Oddviti Pírata hefur ekki látið sitt eftir liggja, borið sig aumlega og sagt krefjandi að vera kona í stjórnmálum. Hún ætti hugsanlega að líta sér nær – átta sig á eigin þætti í orðræðunni ömurlegu. Ef hún eyddi minna púðri í manninn og meira púðri í málefnin, hefði hún eflaust ýmislegt ágætt fram að færa.“

Bendir Hildur svo á að traust til borgarstjórnar mælist lítið í dag og umræðuhefð og orðræða hafi þar líklega eitthvað með að gera.

„Traust til borgarstjórnar mælist lítið. Þar hefur vafalaust áhrif umræðuhefð og orðræða. Ég hef ítrekað kallað eftir málefnalegri stjórnmálum. Uppbyggilegum, heiðarlegum, samvinnustjórnmálum. Stjórnmálum sem byggja á samkeppni hugmyndanna og kappleikum lausnanna. Ekki mannfyrirlitningu og óskammfeilni. Gerum betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar