fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Fréttir

Íþróttahreyfingin telur sig verða af fjórum milljörðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttahreyfingin telur að hún verði af fjórum milljörðum króna á ári vegna veðmála Íslendinga á erlendum veðmálasíðum. Þessar fjárhæðir skila sér ekki til íþróttastarfs hér á landi og eru forsvarsmenn Landssambands ungmennafélaga og fleiri hagsmunaaðila í íþróttastarfi ósáttir við þetta.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.  Íslensk getspá og Íslenskar getraunir eru í eigu íþróttahreyfingarinnar. Mánaðarlega fá íþróttafélög greiðslur frá þessum félögum og aukagreiðslur þegar vel gengur. Afkoma fyrirtækjanna skiptir íþróttahreyfinguna því miklu.

Margir Íslendingar nota erlendar veðmálasíður, sem eru í eigu fyrirtækja sem hafa ekki heimild til að starfa hér á landi og þar af leiðandi renna engir peningar frá þeim til íslenskra íþróttafélaga.

Talið er að Íslendingar verji um sjö milljörðum króna í veðmál á erlendum síðum en það þýðir að íslensk íþróttafélög verða af fjórum milljörðum.

Á erlendum síðum er hægt að veðja á úrslit íslenskra knattspyrnuleikja og er veltan þar allt að 1,5 til 2 milljarðar króna á dag. „Við erum kannski fyrst og fremst að hvetja íslenska tippara til þess að beina viðskiptum sínum til Íslenskra getrauna og Íslenskrar getspár og styrkja um leið íþróttastarf samhliða því að þeir spá í spilin,“ hefur Fréttablaðið eftir Jóhanni Steinari Ingimundarsyni, varaformanni UMFÍ. Hann sagði einnig að íþróttahreyfingin vilji að ákvörðun verði tekin um starfsumhverfi veðmálasíðna og að fastar verði tekið á því að banna starfsemi erlendra síðna ef það verður leiðin sem fara á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Grjót á Vesturlandi gefur vísbendingar um fall Rómarveldis – „Við vissum að þessir steinar væru eitthvað óvenjulegir“

Grjót á Vesturlandi gefur vísbendingar um fall Rómarveldis – „Við vissum að þessir steinar væru eitthvað óvenjulegir“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sagði lögmann ranglega hafa sagt hann vera samkynhneigðan

Sagði lögmann ranglega hafa sagt hann vera samkynhneigðan
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Vendingar í klósettmáli Ringo Starr – „Þættinum hafa borist nýjar ábendingar“

Vendingar í klósettmáli Ringo Starr – „Þættinum hafa borist nýjar ábendingar“
Fréttir
Í gær

„Besta vika lífs míns varð allt í einu ennþá betri“

„Besta vika lífs míns varð allt í einu ennþá betri“
Fréttir
Í gær

Láta Friðrik Þór heyra það og segja hann hafa gengið of langt

Láta Friðrik Þór heyra það og segja hann hafa gengið of langt
Fréttir
Í gær

Segjast þurfa meira fjármagn til að styrkja stöðu neytenda – Misjafnar skoðanir meðal atvinnurekenda

Segjast þurfa meira fjármagn til að styrkja stöðu neytenda – Misjafnar skoðanir meðal atvinnurekenda