Ráðuneytið leggur til að skotvopnaframleiðendur verði þvingaðir til að láta öll skotvopn bera raðnúmer. Með þessu er ætlunin að ná til svokallaðra „draugavopna“ en það eru skotvopn án raðnúmera en ekki þarf leyfi til að kaupa þau og þau eru ekki skráð. Það útilokar að yfirvöld geti rakið þau.
Ráðuneytið leggur til að auk raðnúmera á vopnin sjálf verði framleiðendum gert skylt að setja raðnúmer á einstaka hluta skotvopna sem eru seldir sér, hvort sem er sem varahlutir eða til vopnaframleiðslu.
Ráðuneytið segir að frá 2016 til 2020 hafi yfirvöld lagt hald á rúmlega 23.000 „draugavopn“. Öll voru þau án raðnúmers. Þessi skotvopn eru yfirleitt sett saman úr ýmsum hlutum sem oft eru keyptir á netinu og einnig eru hlutir, prentaðir með þrívíddarprenturum, notaðir í þau.
Ráðuneytið segir að „draugavopn“ tengist að minnsta kosti 325 morðum og morðtilraunum á þessum tíma.