Mancester City varð í kvöld Englandsmeistari eftir tap Manchester United gegn Leicester.
Manchester City hefði getað tryggt sér titilinn í síðasta leik gegn Chelsea en svo varð ekki og var Pep brjálaður eftir þann leik. Hann er þó í stuði í dag og hrósaði leikmönnum sínum ákaft:
„Þetta tímabil hefur verið ólíkt öllum öðrum. Þetta var erfiðasta tímabilið. Við munum alltaf muna eftir hvernig við unnum þetta,“ sagði Guardiola.
„Ég er stoltur að vera stjóri í þessu liði og með þessa leikmenn. Þeir eru svo sérstakir. Að komast í gegnum þessa leiktíð með öllu tilheyrandi er ótrúlegt. Þeir gefast aldrei upp. Alla daga eru þeir mættir að berjast og alltaf að reyna að bæta sig.“
„Þetta á einnig við um frábært starfslið okkar sem hafa unnið hörðum höndum á bakvið tjöldin til að tryggja það að leikmennirnir séu í góðum málum.“
„Englandsmeistaratitillinn er mikilvægasti titillinn. Þetta er í gangi allan veturinn og við þurfum að spila á þriggja daga fresti heima og heiman. Og einungis er hægt að vinna þetta með því að sýna sitt besta andlit alla daga.“