Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi í Reykjavík. Vísir.is greinir frá.
Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á höfuðborgarsvæðinu vegna hættu á gróðureldum vegna þurrka.
Blaðamaður DV var á vettvangi og tók meðfylgjandi myndi. Að hans sögn virðist sem slökkvilið sé að ná tökum á eldinum. Blaðamaðurinn náði tali af slökkviliðsmanni á vettvangi sem tjáði honum að slökkviliðið væri að ná tökum á eldinum en sent var út lið frá tveimur stöðvum.