Manchester United tók á móti Leicester í 36. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 1-2 sigri Leicester. Tap Manchester United gerði það að verkum að Manchester City er Englandsmeistari þetta árið.
Solskjaer gerði 10 breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik en leikjaprógram Manchester er afar þétt þessa stundina og leika þeir frestaðan leik gegn erkifjendum sínum í Liverpool strax á fimmtudag.
Thomas kom gestunum yfir snemma leiks eftir frábæra sókn en það tók Mason Greenwood aðeins fimm mínútur að jafna metin. Eftir góða byrjun Leicester byrjaði að fjara aðeins út hjá þeim undir lok fyrri hálfleiks og áttu bæði lið aðeins í vandræðum með sóknarleikinn.
Leicester gáfu aðeins í sóknarleikinn í seinni hálfleik og uppskáru þegar Söyuncu kom þeim yfir á 66. mínútu með flottum skalla eftir hornspyrnu. Þar við sat og Leicester tryggir sér þrjú mikilvæg stig.
Sigurinn var mikilvægur fyrir Leicester sem er í harðri Meistaradeildarbaráttu. Liðið er nú í 3. sæti með 66 stig, átta stigum á undan West Ham og níu stigum á undan Liverpool sem á þó tvo leiki til góða.
Manchester United 1 – 2 Leicester
0-1 Thomas (´10)
1-1 Greenwood (´15)
1-2 Söyuncu (´66)