Hættustig ríkir á höfuðborgarsvæðinu vegna hættu á gróðureldum. Hefur aðgerðastjórn Almannavarna sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins.
Þar segir:
„Vegna þurrka og hættu á gróðureldum í Heiðmörk og öðrum gróðursvæðum á höfuðborgarsvæðinu er öll meðferð elds bönnuð á svæðinu.
Send verða SMS skilaboð á fólk sem fer inn í Heiðmörk, en þar sem svæðið er víðfeðmt eru líkur á því að fólk sem er nálægt svæðinu fái einnig skilaboðin og biðjum við fólk að sýna því skilning í ljósi brýnna aðstæðna. SMS skilaboðin eru send út á íslensku, ensku og pólsku. Gróðurinn er mjög þurr og er því mikilvægt að vera ekki með eld, reykja eða notkun verkfæra sem geta skapað eldhættu á gróðursvæði.
Nánari upplýsingar veitir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri s: 894-5421“