Manchester United og Liverpool voru á meðal þeirra félaga sem sendu fulltrúa sína á leik FC Nordsjælland og FC Kaupmannahöfn í gær.
Félögin voru þar mætt til að fylgjast með Kamaldeen Sulemana skora sitt tíunda mark á tímabilinu.
Sulemana er 19 ára gamall kantmaður sem kemur frá Senegal en hann hefur vakið áhuga fjölda liða, Ajax sendi Marc Overmars til að skoða frammistöðu hans í gær.
Sulemana er snöggur kantmaður en hann er til sölu fyrir 12 milljónir punda í sumar. Í fréttum segir að Manchester United hafi nú þegar hafið samræður við Nordsjælland um kaup á Sulemana.
Sulemana kemur úr African Right to Dream akademíunni sem á Nordsjælland, en akademían nota danska félagið sem glugga fyrir leikmennina til að auglýsa sig.
Ajax keypti Mohammed Kudus frá danska félaginu fyrir ári síðan og hefur félagið áhuga á Sulemana eins og mörg önnur stórlið.