Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra einstaklinga vegna morðsins á Armando Beqiri í Rauðagerði. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfesti þetta í samtali við RÚV. Kolbrún segir að ákæran sé byggð á 211. grein hegningarlaga en í þeim er fjallað um manndráp. Hún vildi þó ekki tjá sig meira um málið.
Angjelin Mark Sterkaj, maðurinn sem játaði að hafa framið morðið, situr nú í gæsluvarðhaldi en það rennur út á morgun. Gæsluvarðhaldið verður að öllum líkindum framlengt, sérstaklega í ljósi þess að hann hefur nú verið ákærður fyrir morðið.