fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 11:30

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. apríl síðastliðinn var mikill fjöldi lögreglumanna að störfum í Rauðagerði. Lögregla var að sviðsetja morðið sem þar var framið í febrúar á þessu ári þegar Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt. Báðir endar götunnar voru lokaðir á meðan.

Greint var frá sviðsetningunni fljótlega eftir að hún fór fram, en ekki var mikið vitað í hverju slík sviðsetning felst. DV hefur nú fengið öruggar heimildir um að Angjelin Mark Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando, hafi tekið þátt í sviðsetningunni. Þá segir heimildamaður DV að Angjelin hafi verið með plastbyssu og sýnt lögreglunni hvað hann gerði á verknaðarstund.

DV ræddi við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið en hann staðfesti að Angjelin hafi verið á svæðinu. „Það hefur komið fram hjá okkur að þarna hafi verið að sviðsetja atburðinn við Rauðagerði. Sakborningurinn var á staðnum, einn sakborninganna.“

Margeir var þá spurður hvort Angjelin hafi verið með plastbyssu í sviðsetningunni. „Já við erum ekki að láta menn fá vopn í svona, það segir sig vonandi sjálft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?