Paul Basham, yfirlögregluþjónn, sagðist í samtali við nýsjálenska fjölmiðla vera búinn að horfa á upptökur úr eftirlitsmyndavélum og á þeim sjáist að starfsfólk og viðskiptavinir hafi unnið hetjudáð við að halda aftur af árásarmanninum þar til lögreglan kom á vettvang.
Hann sagði að þeir sem gripu til aðgerða gegn manninum hafi sýnt af sér mikla óeigingirni og hugrekki til að koma í veg fyrir að maðurinn gæti ráðist á fleiri.
Hinn handtekni er 42 ára og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Basham sagði að miðað við fyrirliggjandi gögn virðist sem um tilviljanakennda árás hafi verið að ræða, ekkert hafi komið fram sem bendi til annars.