fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Telur líklegt að til stríðs komi á milli Bandaríkjanna og Kína – „Það er framtíð lýðræðisins sem er að veði, ekkert minna“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 07:00

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anders Fogh Rasmussen, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri NATO, telur líklegt að Kínverjar ráðist á Taívan á næstu 5 til 10 árum og að það geti haft alvarlegar og miklar afleiðingar.

Þetta kemur fram í viðtali danska blaðsins B.T. við Rasmussen. Hann lenti nýlega á svörtum lista kínverskra stjórnvalda vegna starfa sinna hjá Alliances of Democracies. Eins og Jónas Haraldsson, lögfræðingur, má hann ekki koma til Kína en báðir lentu þeir á svörtum lista Kínverja vegna gagnrýni þeirra á stjórnvöld þar í landi.

„Það er rétt að ég má ekki lengur koma til Kína. Það skiptir nú ekki miklu máli, ég hafði ekki í hyggju að fara þangað hvort sem er. Það er heldur ekki bara ég sem ekki má koma þangað. Það sama gildir einnig um fjölda þingmanna á Evrópuþinginu og þar tel ég að Kínverjar hafi skotið sig í fótinn. Kína og ESB eru að ræða um fríverslunarsamning en það verður ekkert af honum svo lengi sem Kínverjar neita lýðræðislega kjörnum fulltrúum um að koma til landsins. Þetta er kínverskt sjálfsmark,“ sagði hann.

Anders Fogh Rasmussen. Mynd:EPA

Hann sagði mjög mikla þörf á að Vesturlönd þori að standa gegn Kínverjum sem eru rísandi stórveldi á efnahags- og hernaðarsviðinu. Það þurfi að gera í nafni lýðræðisins. Hann benti á að Xi Jinping, forseti Kína, hafi sjálfur sagt að sameina eigi Taívan Kína fyrir 2049 en þá verða 100 ár liðin frá valdatöku kommúnista. Rasmussen sagðist telja að ekki líði svo langur tími þar til Kínverjar láta til skara skríða og að árás þeirra á Taívan innan 5 til 10 ára sé ekki ólíkleg atburðarás.

„Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að ef Kínverjar gera alvöru úr hótunum sínum að ráðast á Taívan muni það hafa afleiðingar. Ég er ekki í neinum vafa um að Bandaríkjamenn muni svara með hernaði,“ sagði hann.

Hann sagði það skoðun sína að Evrópuríki eigi að skuldbinda sig til að styðja við bakið á Bandaríkjunum ef til átaka komi og þar með talið með hernaði.

„Það er í þessu ljósi að maður á að horfa á að NATO er byrjað að veita Kína meiri athygli sem hernaðarlegri ógn og ef til hernaðaruppgjörs kemur þá tel ég að Evrópuríkin eigi að hjálpa Bandaríkjamönnum. Það er framtíð lýðræðisins sem er að veði, ekkert minna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?