BBC segir að íbúar á svæðinu hafi tilkynnt um lausa hlébarða 1. maí en það hafi ekki verið fyrr en á laugardaginn sem stjórnendur dýragarðsins staðfestu að þriggja hlébarða væri saknað. Þeir báðust síðan afsökunar á að hafa ekki skýrt frá því að dýrin hefðu sloppið og sögðust hafa viljað forðast að valda ótta meðal almennings.
Embættismenn staðfestu á laugardaginn að tveir hlébarðar hefðu náðst. Því gengur einn enn laus nærri borginni. Leitarhópar eru að störfum og nota hunda og flygildi við leitina. Á sunnudaginn sást hlébarðinn frá flygildi en slapp undan leitarmönnum þegar þeir nálguðust hann.
Íbúar hafa verið hvattir til að sýna aðgæslu á meðan dýrið gengur laust.