Óli Kristjáns hefur verið rekinn frá Esjberg en þetta staðfesti félagið rétt í þessu.
Esbjerg tók í kvöld á móti Fredericia í 1. deildinni í Danmörku. Esjerg tapaði leiknum 1-2 og sem gerði það að verkum að liðið á ekki möguleika að komast upp um deild. Þetta varð til þess að stjórnarmenn félagsins ákváðu að segja upp samningi sínum við Óla Kristjáns.
Segir í tilkynningu frá félaginu að slæm úrslit síðustu leikja hafi verið ástæða brottreksturins. Lars Vind mun stýra félaginu út leiktíðina.
„Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þá verðum við að viðurkenna að stigasöfnun hefur ekki verið góð eftir vetrarfríið og vegna þessa er markmið okkar um að komast upp ekki mögulegt,“ sagði í tilkynningu frá félaginu.
„Við þökkum Ólafi fyrir tíma hans hér og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.“
Vi stopper samarbejdet med Olafur Kristjansson med øjeblikkelig virkning:https://t.co/CX5hYopQe6
— Esbjerg fB (@EsbjergfB) May 10, 2021