Mikil spenna hefur verið í 1. deildini í Danmörku upp á síðkastið. En nú er ljóst hvaða lið tryggja sér upp.
Óli Kristjáns og lið hans Esbjerg tók í kvöld á móti Fredericia í 1. deildinni í Danmörku. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Esjerg sem tapaði leiknum 1-2 og eftir þau úrslit á liðið ekki möguleika að komast upp um deild. Andri Rúnar Bjarnason var á bekknum í leiknum.
Þetta eru þó ekki slæmar fréttir fyrir alla Íslendinga þar sem með þessum úrslitum er ljóst að Silkeborg fer upp. Stefán Teitur Þórðarson og Patrik Gunnarsson spila með Silkeborg.